12:47
{mosimage}
(Tommy Johnson og Jonathan Griffin takast á í fyrri leik liðanna á þessari leiktíð)
Tveir leikir fara fram í Iceland Express deild karla í kvöld. Kl. 19:15 mætast Snæfell og Þór Akureyri í Stykkishólmi og kl. 20:00 mætast grannaliðin Grindavík og Keflavík í Röstinni í Grindavík. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá SÝN og hefst útsending kl. 19:15.
Keflavík situr á toppi Iceland Express deildarinnar með 20 stig og er eina ósigraða liðið í deildinni. Grindavík hefur 14 stig í 4. sæti deildarinnar. Snæfell hefur 8 stig í 7. sæti deildarinnar en Þór Akureyri hefur einnig 8 stig en er í 8. sæti. Alls eru fimm lið jöfn í deildinni með 8 stig svo annað hvort Snæfell eða Þór eiga kost á því að komast upp úr þessum fimm liða potti í kvöld.
Grindavík hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, gegn Njarðvík og Snæfell á heimavelli í Röstinni en Keflavík hefur unnið tvo síðustu deildarleiki sína gegn Skallagrím og Tindastól.
Snæfell tapaði stórt í Breiðholti gegn ÍR í síðustu umferð en Þór Akureyri lék sinn síðasta deildarleik þann 1. desember síðastliðinn þegar þeir lögðu Fjölni 84-88 í Grafarvogi. Fjölmennum á vellina í kvöld!