spot_img
HomeFréttirStórleikur í Grindavík í kvöld

Stórleikur í Grindavík í kvöld

12:44 

{mosimage}

 

 

Heil umferð fer fram í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í kvöld og er leikur umferðarinnar nágrannarimma Grindavíkur og Keflavíkur. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15 en nágrannaslagurinn fer fram í Röstinni í Grindavík.

 

Liðin mættust fyrst í deildinni á þessari leiktíð þann 25. október í Grindavík þar sem Keflavíkurkonur höfðu sigur 69-72 í hörkuspennandi leik. Þar fór TaKesha Watson á kostum í liði Keflavíkur með 35 stig og 8 fráköst.

 

Önnur viðureign liðanna fór fram þann 29. nóvember þar sem skoruð voru alls 218 stig í leiknum þar sem Keflavík hafði stórsigur 122-96. Í þeim leik gerðu 7 leikmenn Keflavíkur 10 stig í leiknum eða fleiri. Stigahæst enn og aftur var TaKesha Watson með 32 stig en þá gerði Tamara Bowie 39 stig hjá Grindavík.

 

Sex lið eru í deildinni og því er leikin fjórföld umferð. Leikur kvöldsins er sjá þriðji millum liðanna í deildinni og því síðasti séns fyrir Grindavíkurkonur að ná í sigur gegn Keflavík ætli þær sér að eiga möguleika á því að komast nær toppliðunum.

 

Staðan í deildinni

 

Frétt af www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -