Allir sem hafa augu og eyru hafa eflaust heyrt af frammistöðu Elvars Más Friðrikssonar í leik Njarðvíkur geng Haukum í Lengjubikarnum í vikunni. 44 stig, 10 stoðsendingar, 5 fráköst, 6 stolnir boltar og 48 framlagsstig, þó alveg ótrúlegar tölur, segja alls ekki alla söguna. Ef kafað er dýpra í þessar tölur kemur ýmislegt í ljós.
Elvar skaut 11/18 í tveggja stiga skotum eða 61,1% og 4/9 í þriggja stiga skotum eða 44,4%. eFG% skotnýting var 63,0% og TS% skotnýting 68,9%.
Elvar endaði 36 af 85 sóknum Njarðvíkinga. Hann nýtti 20 þeirra til að skora sem gefur nýtingarhlutfall upp á 55%.
Elvar skoraði 1,22 stig per sókn sem gefur ORgt upp á 122,4.
10 stoðsendingar Elvars gáfu af sér 29,4% af þeim körfum sem Njarðvík skoraði. Elvar skoraði 15 af 34 körfum Njarðvíkur eða 44,1%. Elvar skoraði því eða aðstoðaði við 73,5% af skoruðum körfum Njarðvíkinga í leiknum.
Stig per skoraða sókn hjá Njarðvík voru 2,20. Miðað við það gáfu stoðsendingar Elvars 22 stig og framlag hans til stigaskors því alls 62 stig eða 63,3% af stigum liðsins.