13:37
{mosimage}
Íslandsmeistarar Hauka og Keflavík mætast í toppslag í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 í Hafnarfirði og er um sannkallaðan toppslag að ræða.
Með sigri í kvöld geta Keflavíkurkonur jafnað Hauka að stigum en hafi Haukar betur ná þær fjögurra stiga forskoti á Keflavík í deildinni. Haukar eru á toppnum með 26 stig en Keflavík er í 2. sæti með 24 stig.
Liðin mættust síðast í deildinni þann 17. desember þar sem Keflavík hafði betur í hörkuleik 92-85 í Sláturhúsinu.
Í Hveragerði er ekki síðri spennuleikurinn á dagskrá en þá taka heimastúlkur í Hamri á móti Breiðablik. Þessi lið eru á botninum með einn sigur hvort félag. Síðast þegar þessi lið mættust 17.des sl. höfðu Blikastúlkur betur 70:57 en leikið var í Smáranum.
Báðir leikir hefjast klukkan 19:15. Það eru engir leikir í Iceland Express deild karla í dag og því um að gera að skella sér á góðan leik hjá stúlkunum.