Hér fyrir neðan má sjá spár formanna, þjálfara og fyrirliða liða og spá fjölmiðla fyrir Subway deild karla sem opiberaðar voru á árlegum kynningarfundi nú í hádeginu.
Áhugavert er að sjá að bæði fulltrúar félaga og fjölmiðlar virðast vera nokkuð sammála um hvernig liðin eiga eftir að raða sér í vetur, þar sem í báðum er Tindastóll í efsta sætinu og Valur öðru.
Báðar spár virðast einnig vera sammála um að Breiðablik og Hamar falli og að Njarðvík og Höttur verði fyrir utan úrslitakeppnina.

