spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaStólastúlkur komnar í úrslit umspils um sæti í Subwaydeildinni eftir háspennuleik

Stólastúlkur komnar í úrslit umspils um sæti í Subwaydeildinni eftir háspennuleik

Inngangur

Þetta er leikurinn 4 í seríunni og er þetta win or go home leikur fyrir Snæfellinga.

Gangur leiks

Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn. Spiluð var mjög hörð vörn, litið skorað og voru bæði lið aðeins með rúmlega 30 stig í fyrri í hálfleik 

Seinni hálfleikur var meira af þvi sama, hörð vörn nema nuna fóru dómararnir aðeins að vera duglegri við það að flauta og því sáum við suma leikmenn komna í villuvandræði. Ify náði að jafna leikinn fyrir stólana  þegar það voru um það bil 20 sekúndur eftir og fengu því Snæfell einn sens til að vinna í leikinn í venjulegum leiktíma. Shawanta Shaw dripplaði út tíman og driveaði á körfuna og kikkaði út á Jasmina Jones sem fékk opinn þrist en klikkaði. Allt jafnt eftir venjulegan leiktíma 72-72

Framlenging

Stólarnir voru betri í framlengingunni en gáfu síða Snæfell aðeins von til að jafna leikinn en það fjaraði út, lokatölur 82 – 78 eftir framlengingu.

Tölfræði leiksins

Atkvæðamestar

 Fyrir heimamenn var Ify stigahæst með 24 stig og 12 fráköst, þar á eftir var Andriana Kasapi með 23 stig

Fyrir gestina var Shawnta Shaw lang best með 25 stig og hún stjórnaði leiknum svoldið fyrir gestina, Helga Hjördís átti einnig góðan leik með 13 stig af bekknum

Kjarninn

Þetta var hörkuleikur og var hann jafn allan tíman nánast, Snæfellingar náðu að byggja upp fína foryrstu í fjórða leikhluta en stólarnir gerðu vel að koma til baka og tryggja leikinn í framlengingu

Hvað svo?

Stólarnir þurfa nuna að bíða eftir að sjá hvort þær mæta KR eða Aþenu í úrslita seríunni á meðan Snæfell stelpur eru komnar í sumarfrí

Umfjöllun / Bogi Sigurbjörnsson

Fréttir
- Auglýsing -