spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaStólarnir tóku forystuna í Síkinu

Stólarnir tóku forystuna í Síkinu

Tindastóll lagði Keflavík í Síkinu í kvöld í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum Bónus deildar karla, 94-87.

Stólarnir því komnir með 1-0 forystu, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig áfram í undanúrslitin.

Leikur kvöldsins var nokkuð sveiflukenndur, en sjaldnast munaði þó miklu á liðunum. Eftir fyrsta fjórðung leiddu heimamenn með tveimur stigum og í hálfleik var Keflavík fjórum stigum yfir.

Mest fer forysta Keflavíkur í sex stig í upphafi seinni hálfleiksins áður en Stólarnir minnka muninn og eru sjálfir fjórum stigum yfir fyrir lokaleikhlutann. Í honum láta þeir forystu sína aldrei af hendi og undir lokin sigla þeir svo gífurlega sterkum sjö stiga sigur í höfn, 94-87.

Atkvæðamestir fyrir Keflavík í leiknum voru Jaka Brodnik með 23 stig, 4 fráköst og Ty Shon Alexander með 19 stig, 4 fráköst og 10 stoðsendingar.

Fyrir Tindastól var Dedrick Basile atkvæðamestur með 23 stig, 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Honum næstur var Adomas Drungilas með 25 stig og 7 fráköst.

Næsti leikur liðanna er komandi sunnudag 6. apríl í Blue höllinni í Keflavík.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -