Stólarnir með magnaðan sigur á Njarðvík í öðrum leik undanúrslita eftir að hafa verið undir með 18 stigum. Tindastóll leiðir einvígið nú 2-0 og þarf aðeins einn sigur í viðbót til þess að tryggja sig áfram í úrslitin.
Gangur leiks
Mögnuð stemning hérna í Síkinu og forsetinn sjálfur var meira seigja mættur, Helgi Rafn var kominn í byrjunarliðið í stað Axel Kára. Leikurinn var mjög jafn út leikhlutan og það var mikl bárátta og mikill hraði í þessum fyrsta leikhluta, Javon Bess og Fotios Lampropoulos fóru báðir vel af stað í leiknum en þeir leiddu stigaskorið í fyrsta leikhlutanum. Staðan í lok fyrsta leikhluta var 22 – 19.
Þegar það leið á annan leikhlutan tóku Stólarnir fínasta runn og náðu að búa til smá mun milli liðana, við það þurftu gestirnir að taka leikhlé og kom Haukur Helgi útur því og hitti einum stemnings þrist með Sigga Þorsteins í andlitinu, Njarðvík fóru síðan á gott hlaup eftir hann og náðu að jafna leikinn fyrir hálfleik, 40 – 40 voru tölurnar í hálfleik.
Njarðvíkingar fóru frábærlega af stað í þriðja leikhluta og náðu að byggja upp góða foryrstu, þegar það voru tæpar 5 mínútur búnar voru þeir komnir með átta stiga mun og þurfti Baldur að taka leikhlé. Njarðvíkingar héldu áfram að vera frábærir út þennan leikhluta og var staðan 54 – 72 fyrir þeim í lok þriðja leikhluta.
Stólarnir komu inn í loka leikhlutan með Viðar Ágústsson og Axel Kárason inn á vellinum á meðan fyrir Njarðvíkinga kom Ólafur Helgi inn í fyrsta skiptið í leiknum, við þetta kom frábær orka hjá heimamönnum þar sem þeir fengu nokkur góð stop á meðan Javon Bess sá helst um að setja boltan í körfuna hinum meginn, hann var frábær á þessu áhlaupi Stólana. Þegar það voru 20 sekúndur eftir var munurinn aðeins 4 stig, það er magnað þar sem Njarðvíkingar voru yfir með 18 stigum á tímapunkti. Javon Bess fer á körfuna og fær and one, hann setur vítið og þeir brjóta síðan á Ólaf Helga sem kom inn á eftir að Foitos fékk sína fimmtu villu, hann hittir fyrsta og klúðrar síðan seinna. Javon Bess fær boltan og kemst í layupið og jafnar leikinn, Dedrick Basil keyrir upp völlinn og fer í erfit skot sem hann klikkar. Þetta þýddi að leikurinn væri á leiðinni í framlengingu eftir frábæra endurkoma Stólana, tölur í lok fjórða leikhluta 94 – 94.
Stólarnir áttu fyrstu körfuna í fyrstu framlengingunni þar sem að Javon Bess hitti erfiðu skoti með mann alveg í andlitinu, hann er búin að vera gjörsamlega frábær hér í kvöld. Þegar leið á fyrstu framlenginguna fannst manni orkan vera heimamönnum í vil en Basil nær að keyra upp völlinn og jafna leikinn þegar það eru um það bil 20 sekúndur eftir, JB fær frekar opið skot frá kassanum til að vinna leikinn en það datt ekki niður. 103 – 103 voru tölurnar eftir fyrstu framlenginguna.
Í seinni framlengingunni náðu stólarnir að tryggja þetta, þeir kláruðu leikinn í seinni framlengingunni eftir þetta frábæra comeback frá þeim í fjórða leikhluta, magnaðar senur hérna á Króknum.
Tölfræðin lýgur ekki
Stærsti munurinn í tölfræði liðana er augljóslega stigaskorið í fjórða leikhluta, Stólarnir skoruðu 40 stig í fjórða leikhluta og komu til baka eftir að Njarðvík var mest að vinna með 18 stigum.
Atkvæðamestir
Javon Bess var klárlega maður leiksins í kvöld en hann endaði með 39 framlagspunkta, 37 stig og 6 fráköst, það var hann sem tók yfir í fjórðaleikhluta og leiddi hann sóknina í þessu comebacki Stólana. Taiwo badmus var mjög flottur í kvöld en hann endaði með 35 stig, Pétur Rúnar var frábær sérstaklega í seinni framlengingunni en hann endaði með 20 stig í leiknum. Svo þarf einnig að nefna Viðar Ágústsson sem kom inn á í fjórða leikhluta og var risa partur af þessum sigri Stólana, hann var með 24 í plús mínús.
Fyrir gestana var Dedrick Basile stigahæstur með 29 stig og gaf hann einnig 9 stoðsendingar. Á eftir honum kom Fotios Lamproppoulos með 22 stig og síðan Mario Matasovic með 19 stig.
Kjarninn
Maður hefur það á tilfiningunni að samheld og vörn hafi verið ástæðan fyrir því að Stólarnir kláruðu þennan leik, Javon Bess var frábær fyrir heimamenn en það var Pétur Rúnar sem kláraði seinni framlenginguna en hann skoraði tvo risa stóra þrista og kláraði þar leikinn. Eftir þennan leik verður þetta rosa erfit fyrir Njarðvíkinga en alls ekki ómögulegt eins og Baldur Þór þjálfari Stólana veit manna bestur. Maður mann bara ekki eftir öðrum eins leik og hér í kvöld.
Myndasafn (Hjalti Árna)