spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaStólarnir sterkari en Stjarnan í Síkinu

Stólarnir sterkari en Stjarnan í Síkinu

Tindasóls menn náðu loksins að vinna Garðbæinga í frábærum leik í Síkinu sem endaði 94 – 88. Eftir leikinn eru Stólarnir í 7. sæti með 18 stig en Stjarnan í 6. sæti með 20 stig en Stólarnir eiga leik til góða.

Gangur leiks

Leikurinn fór hratt af stað og var mikið skorað fyrstu mínúturnar, bæði lið spiluðu flottan sóknarleik og boltahreyfingin var flott báðum meginn. Það var ekki oft sem að boltinn festist hjá einum leikmanni, bæði lið voru dugleg að láta hann ganga. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 27 – 24 fyrir heimamönnum.

Leikurinn var áfram stál í stál í seinni leikhluta, heimamenn eyddu meiri tíma í forskoti en komust aldrei langt yfir. Stjarnan komst í smástund yfir en það entist ekki lengi. Fyrir heimamenn var bakvarðarsveitin sterk í fyrri hálfleik, Sigtryggur skilaði 11 stigum og Pétur Rúnar með 12. Fyrir Garðbæinga var Robert Eugene frábær en hann skoraði 16 stig, Gunnar Ólafsson var einnig mjög góður en hann var aktívur í vörninni og skilaði 9 stigum.

Fyrstu mínúturnar var þetta enþá svipað og í fyrsta hálfleik, en síðan þegar leið á leikhlutan tók Stjarnan foryrstuna. Þeir komu þessu mest í sex stig og var orkan pínu með þeim. En síðan hitti Sigtryggur tvo þrista og þá var momentið allt með heimamönum. Staðan í lok þriðja leikhluta var 73 – 73

Stólarnir komu með miklu orku í loka leikhlutan og spiluðu frábæra vörn, þeir náðu að slíta sig frá Stjörnunni og gera smá mun á milli liðana, Taiwo Badmus átti frábæra inkomu í fjórða leikhluta þá sérstaklega varnarlega séð. Viðar Ágústsson átti líka góða inkomu í vörnina í þriðja leikhluta og langt inní fjórða leikhluta. Stjarnan náði smá að klóra í bakkan í lokin en það dugði ekki, loka staða 94 – 88 frábær sigur Stólana.

Tölfræðin lýgur ekki

Heimamenn voru með mjög góða nýtingu fyrir utan þrigja stiga línuna, 47% en gestirnir voru aðeins með 30%.

Atkvæðamestir

Fyrir gestgjafana var Sigtryggur stigahæstur með 22 stig og 7 stoðsendingar, hann hitti 55% af þriggja stiga skotunum sínum. Taiwo Badmus byrjaði á bekknum í dag en átti mjög góðan leik, sérstaklega í seinni hálfleik en hann endaði með 20 stig, 5 fráköst og 3 blokk.

Fyrir Stjörnuna var Robert Turner með 28 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar, hann var frábær í fyrri  hálfleik en það slaknaði aðeins á honum í þeim seinni. Einnig voru Shawn Hopkins og David Gabrovsek flottir sóknalega en þeir voru með 20 stig og 21 stig.

Kjarninn

Bæði lið spiluðu mjög góðan sóknaleik í þrjáleikhluta, Stólarnir bættu í varnarleikinn í fjórða leikhluta og fengu nokkur stopp í röð sem hafði ekki gerst oft. Eftir leikinn eru Stólarnir með 18 stig og sitja í sjóunda sæti eftir 17 leiki, Stjarnan eru sæti fyrir ofan með 20 stig en hafa spilað einum leik meira.

Hvað svo?

Á mánudaginn taka Stólarnir á móti Vesturbæingum og má búast við hörku leik þar eins og flestir leikir milli þessa liða eru. Stjarnan fær Grindvíkinga í heimsókn í næsta leik sem eru með nýjan þjálfara þannig það verður gaman að sjá hvernig sá leikur fer.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Hjalti Árna)

Fréttir
- Auglýsing -