spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaStólarnir sterkari á lokasprettinum í Síkinu

Stólarnir sterkari á lokasprettinum í Síkinu

Tindastóll sigraði KR í hörku leik í Síkinu í kvöld, 89-80. Stólarnir eru sem stendur í sjöunda sæti með 20 stig en KR í áttunda sæti með 16 stig.

Gangur leiks

Fyrsti leikhlutinn fór hratt af stað, bæði lið byrjuðu í hröðum sóknarleik og spiluðu aggrisva vörn. Eftir 5 mínútna leik var staðan 10 – 15 fyrir gestina, þegar leið á leikhlutan bættu þeir í forustuna. KR náði að skipta um gír varnarlega og það var það sem leiddi þetta áhlaup hjá þeim í seinni part fyrsta leikhluta.

Í byrjun leikhluta númer tvö hægðist aðeins á leiknum þar sem að það var mikið af villum báðum meginn og þegar leið á leikhlutan byrjuðu sóknirnar að lengjast og það voru hlaupin fleiri kerfi í staðin fyrir að skjóta alltaf fyrsta opna skoti. Stólarnir náðu að minka munin í lokin og var staðan í lok annars leikhluta 38 – 44.

Stólarnir komu sterkir inn eftir hálfleikinn og komust yfir í fyrsta skiptið í langan tíma þegar sex mínútur voru eftir af 3 leikhluta. Zoran Vrkic var frábær í þriðja leikhluta og leiddi liðið í þessu áhlaupi. Gestirnir náðu aðeins að hæga á heimamönnum og var leikurinn nánast jafn í lok þriðja leikhluta eða 63 – 62

Brynjar setti tvo þrista snemma í byrjun fjórða leikhluta og orkan var meiri hjá gestunum snemma í leikhlutanum. Síðan skoraði Pétur Rúnar úr sterku layupi og síðan and one körfu sem kom leiknum í 70 – 71 þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir. Baldur tók leikhlé þegar það voru um það bil tvær mínútur eftir og komu Stólarnir mjög sterkir inn eftir það, þeir þvinguðu Björn Kristjánsson í tvo tapaða bolta og fengu stemningskörfur frá Sigtryggi Arnari. Þeir náðu að stinga af og skildu KR eftir,  89 – 80 voru lokatölurnar hér í Síkinu.

Tölfræðin lýgur ekki

Stærsti munurinn tölfræðilega séð var ábyggilega hraðaupphlaups körfur, Stólarnir voru með 27 stig úr hraðaupphlaupum en KR aðeins með 4 stig.

Atkvæðamestir

Sigtryggur Arnar og Zoran Vrkic voru ekki með góða nýtingu fyrir utan þriggjastigalínuna en þeir hittu þeim þegar þeir skiptu mestu máli. Stigaskorið var vel dreift á milli byrjunarliðsins hjá Stólunum. Javon Bess var samt stigahæstur með 19 stig, 7 fráköst og 3 stolna bolta.

Byrjunarliðið hjá gestunum deildi líka stigaskorinu vel en einnig kom Björn Kristjánsson með 9 stig af bekknum. Adama Darpo var stiga hæstur fyrir Vesturbæingana með 17 stig, Þorvaldur Orri var einnig mjög fínn í leiknum en hann skilaði 10 stigum.

Kjarninn

Heimamenn byrjuðu ekki vel í leiknum, það var aðeins meiri orka hjá gestunum en Baldur hefur greinilega tekið hörku ræðu inní klefa í hálfleik þar sem að þeir komu mun sterkari til leiks í seinni hálfleik og náðu að klára leikinn. Stólarnir náðu að jafna Stjörnuna að stigum í töflunni en KR eru enn í áttunda sæti með 16 stig.

Hvað svo?

Stólarnir halda næst í Breiðholtið og spila við ÍR, miðað við síðustu tvo leiki ættu þeir að sækja sigur þar.

KR heldur í Reykjanesbæ að spila við Keflavík, Keflavík eru í þriðja sæti í deildinni þannig að þetta verður ábyggilega erfiður leikur fyrir Helga og lærisveina hans.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Hjalti Árna)

Fréttir
- Auglýsing -