spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaStólarnir sigldu þessu heim í síðari hálfleik

Stólarnir sigldu þessu heim í síðari hálfleik

 

Valsmenn tóku á móti Sauðkrækingum í Tindastól í Origo-höllinni í kvöld. Liðin áttu ólíku gengi að fagna í síðustu umferð þar sem Stólarnir kláruðu Þór frá Þorlákshöfn með 17 stigum en Valsmenn töpuðu naumlega fyrir Haukum.

Það er skemmst frá því að segja að eftir ágætlega jafnan fyrri hálfleik þá káluðu leikmenn Tindastóls leiknum í þriðja leikhluta og sigldu heim öruggum sigri. 73 – 93.

Stigahæstur heimamanna var Aleks Simeonov sem setti 21 stig, en hjá Tindastól var Urald King stigahæstur með 24.

 

 

Þáttaskil
Stólarnir fóru ekki mikið upp úr öðrum gír í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta tóku skytturnar þeirra við sér og stungu Valsmenn af. Valsmenn fóru á sama tíma að reyna að hlaupa leikinn á sama hraða og Stólarnir, og án þess að vera mjög stórorður þá eru Valsmenn einfaldlega ekki með leikmannahópinn til þess. Munurinn á liðunum í þriðja leikhluta 20 – 10.

 

Tölfræðin lýgur ekki
Valsmenn skoruðu einungis úr 18% skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna. Það dugir ekki á móti liði eins og Tindastól sem hefur margar stórskyttur í sínum hópi. Stólarnir skoruðu 12 þriggja stiga körfur gegn 5 frá Val.

 

Hetjan
Það var í raun engin hetja í leiknum þannig. Urald King var flottur en það var eiginlega Brynjar Þór Björnsson sem var bestur áður en leikurinn fór í ruslatíma. Brynjar smellti í 12 stig og 11 stoðsendingar og virtust Valsarar hafa fá svör við honum.

 

Kjarninn
Tindastólsmenn sýndu það í seinni hálfleik að þeir eru einfaldlega með sterkara lið heldur en Valur, þeir slátruðu þessum leik í þriðja leikhluta með sterkum varnarleik, en Val virðist vanta leikmenn sem geta búið til stig þegar að þess þarf.

 

Tölfræði leiksins

 

Umfjöllun Sigurður Orri Kristjánsson

Fréttir
- Auglýsing -