Tindastóll lagði Hamar/Þór í kvöld í 8. umferð Bónus deildar kvenna, 103-105.
Eftir leikinn er Tindastóll í 4.-5. sæti deildarinnar með 8 stig á meðan Hamar/Þór er í 6.-8. sætinu með 6 stig.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur kvöldsins nokkuð jafn og spennandi. Lengst af voru það þó heimakonur í Hamar/Þór sem leiddu. Jafnt var þó í hálfleik, en fyrir lokaleikhlutann var forysta þeirra fimm stig.
Í fjórða leikhlutanum er Hamar/Þór mest með 10 stiga forystu, en Tindastóll gerir vel að jafna leikinn og komast yfir á lokamínútunum. Undir lokin er leikurinn æsispennandi og var það að lokum sigurkarfa frá Edyta Ewa Falenzcyk sem innsiglar sigur þeirra þegar 4 sekúndur eru eftir, 103-105.
Atkvæðamest fyrir heimakonur í kvöld var Abby Beeman með 27 stig, 6 fráköst og 16 stoðsendingar. Fyrir Tindastól var það Randi Keonsha Brown sem dró vagninn með 42 stigum, 7 stoðsendingum og Oumoul Khairy Sarr Coulibaly bætti við laglegri þrennu 13 stigum, 12 fráköstum og 10 stoðsendingum.