spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaStólarnir náðu í tvö stig í Hafnarfjörð

Stólarnir náðu í tvö stig í Hafnarfjörð

Íslandsmeistarar Tindastóls lögðu Hauka í Ólafssal í kvöld í Subway deild karla.

Eftir leikinn er Tindastóll í 6.-7. sæti deildarinnar með 20 stig líkt og Álftanes á meðan að Haukar eru í 10. sætinu með 10 stig.

Gestirnir úr Skagafirði byrjuðu leik kvöldsins betur og leiddu með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta, 18-30. Heimamenn ná svo aðeins að minnka muninn fyrir lok fyrri hálfleiks, en staðan að honum loknum var 44-51.

Haukar ná að halda leiknum innan seiliingar í upphafi seinni hálfleiksins, en ná lítið að vinna niður forskot Tindastóls, munurinn enn 7 stig fyrir lokaleikhlutann, 74-81. Í þeim fjórða gera Haukar svo vel að halda leiknum áfram jöfnum og er munurinn lengst af í kringum 5 stig í lokaleikhlutanum. Þeir ná þó aldrei að jafna eða komast yfir og undir lokin nær Tindastóll að sigla nokkuð öruggum 7 stiga sigur í höfn, 93-100.

Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var David Okeke með 21 stig og 10 fráköst. Fyrir Tindastól var Adomas Drungilas bestur með 27 stig og 4 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -