spot_img
HomeFréttirStólarnir loka hringnum: Úrvalsdeildin parketlögð í vetur

Stólarnir loka hringnum: Úrvalsdeildin parketlögð í vetur

 
Síkið á Sauðárkróki verður parketlagt á næstunni og því eru það Tindastólsmenn þessa leiktíðina sem loka hringnum og sjá til þess að allir leikir í Iceland Express deild karla fari fram á parketi á komandi tímabili.
Ótthar Eðvarðsson umsjónarmaður íþróttamannavirkja á Frístundasviði sveitarfélagsins Skagafjarðar staðfesti tíðindin við fyrirspurn Karfan.is:
 
,, Já það er staðfest að það verður skipt um gólfefni núna á næstunni, við gerum okkur vonir um að parketið verði komið í hús núna um næstu mánaðarmót og vonandi komið á og klárt mánaðarmótin sep-okt.“
 
Öll karlaliðin í úrvalsdeild munu því leika á parketi í vetur:
 
Njarðvík – parket
Keflavík – parket
Grindavík – parket
Haukar – parket
Stjarnan – parket
ÍR – parket
Fjölnir – parket
KR – parket
Valur – parket
Snæfell – parket
Þór Þorlákshöfn – parket
Tindastóll – parket

Mynd/ Björn Ingi Björnsson: Frá Síkinu á Sauðárkróki á síðustu leiktíð.

 
Fréttir
- Auglýsing -