spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaStólarnir lögðu Stjörnuna í Síkinu

Stólarnir lögðu Stjörnuna í Síkinu

Fyrir leikinn í dag voru Stólastelpur búnar að tapa tveim leikjum mjög stórt á móti Aþenu og síðan KR. Það var nýr útlendingur mættur til leiks fyrir Tindastóll og það má seigja að þeim hafi svo sannarlega vantað krafta hennar.

Gangur leiks

Tindastólsstelpur byrjuðu leikinn betur, nýji útlendingurinn sem kom fyrir leikinn í dag hjá stólunum byrjaði mjög sterkt og var að sjá um stigaskorið fyrir heimamenn. Stólarninr náðu að byggja upp 10 stiga foryrstu þegar fyrsti leikhluti var rúmlega hálfnaður. Stólastelpur héldu áfram að vera sterkari aðillinn og sóknaleikurinn var rosalega styrður hjá gestunum, Stjörnu stelpur náði samt að setja flautaþryst í lok fyrsta leikhluta sem gaf þeim smá orku, staða eftir fyrsta leikhluta 30 – 18.

Seinni leikhlutinn var meira aðþví sama, stirður sóknaleikur hjá gestunum og áttu Stólarnir mjög auðvelt með að spila hjálparvörn frá sterku hliðinni og stela boltanum snemma, skorið í hálfleik var 54 – 36.

Stjörnu stelpur áttu fyrsta höggið í seinni hálfleik og var Helgi neyddur í að taka leikhlé eftir eina og hálfa mínútu, eftir leikhléið hrökkva Stólastúlkur aftur í gang og Stjarnan átti ekki breik. Tölur að lok þriðja leikhluta voru 73 – 45

Í lokaleikhlutanum voru Garðbæingar sterkari en Helgi var farin að hvíla marga af sínum lykilleikmönnum þá. Loka tölur 85 – 65

Atkvæðamestar

Þetta var frumraun hjá Ifunanya Okoro í Tindastóls treyjunni og má seigja að hún hafi verið yfirburða best í leiknum, hún skilaði 28 stigum í 68% nýtingu, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Eva rún átti einnig mjög fínan leik og skilaði hún 13 stigum í 85% nýtingu.

Fyrir gestina var Bo Guttormsdóttir best, hún var að gera vel að búa til fyrir sjálfan sig sem maður sá ekki mikið hjá gestunum, Bo endaði með 15 stig og 6 fráköst. Elísabet Ólafsdóttir var jöfn henni í stigaskori með 15 stig og náði hún einnig 10 fráköstum.

Kjarninn

Það er rosalegur gæðamunur á liðunum og sóknaleikurinn hjá Stjörnunni var mjög tilviljunarkenndur og ekki mikið flæði á þeirra leik sem gerði vörn Stólana mjög auðvelda og gerðu þær vel í að nýta það.

Hvað svo?

Næst fara Stólarnir til Reykjavíkur að spila við Ármenninga á meðan Garðbæingar fara í Vesturbæinn og spila við mjög sterkt lið KR, sá leikur gæti verið mjög erfiður fyrri Stjörnuna meðan við leikinn í dag.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Hjalti Árna)

Fréttir
- Auglýsing -