Tindastóll tók á móti Álftnesingum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Liðin höfðu unnið hvort sinn leikinn í deildinni í vetur.
Það var gríðarleg stemning í Síkinu alveg frá því löngu fyrir leik og byrinn var greinilega með heimamönnum. Þeir komu dýrvitlausir inn í leikinn og neituðu Álftnesingum einfaldlega um aðgengi að körfunni á löngum köflum í fyrsta leikhluta. Ákefðin kom aðeins niður á sóknarleiknum líka og því skoraði hvorugt liðið mikið, staðan 20-12(!) eftir fyrsta leikhlutann og það fannst vel í Síkinu að heimamenn ætluðu sér hér sigur og ekkert annað. Í öðrum leikhlutanum komst meira jafnvægi á leik Stólanna sem voru ekki góðar fréttir fyrir gestina því jafnvægið var á þann veg að sóknarleikurinn fór að matcha ákefðina í varnarleiknum. Arnar Björnsson fór að brenna netið og spilaði auk þess frábæra vörn á Justin James hinumegin. Álftanes fór þó aðeins að hitta betur að utan og skoruðu 28 stig í leikhlutanum en það var til lítils því heimamenn svöruðu með 40 stigum og staðan 60-40 í hálfleik.
Tölfræði leiksins
Stólarnir byrjuðu seinni hálfleik frábærlega og skoruðu fyrstu 9 stigin og Kjartan tók leikhlé enda munurinn kominn í 29 stig og heimamenn með öll tök á atburðarásinni. Fyrir lokaleikhlutann var staðan 84-58 eftir flautuþrist frá Klonaras en Stólar settu fyrstu 6 stig fjórða leikhluta og gerðu út um leikinn sem eitthvað spennuefni.
Tindastólsliðið lék allt frábærlega í kvöld, Arnar Björnsson endaði stigahæstur með 21 stig og Basile bætti 19 við og 8 stoðsendingum að auki. Hjá gestunum, sem léku án Okeke, endaði Klonaras stigahæstur og langframlagshæstur
Viðtöl :
Umfjöllun / Hjalti Árna