Tindastólsmenn eru á suðurleið en Tindastóll mætir Fjölni í kvöld í undanúrslitum Lengjubikarsins kl. 18:30. Stefán Jónsson formaður KKD Tindastóls setti meðfylgjandi mynd inn á Facebook þegar liðið var statt í Húnavatnssýslu.
Hún er ekki fögur færðin en þetta þekkja Stólarnir í bak og fyrir en það léttir heldur til fyrir ferðalangana þegar nær dregur suðvesturhorninu þar sem snjórinn hefur enn ekki látið til skarar skríða.