Tindastóll hefur samið við Zuzanna Krupa fyrir yfirstandandi átök í Bónus deild kvenna.
Zuzanna er 23 ára 187 cm pólskur framherji sem síðast lék fyrir Universitatea Cluj í Rúmeníu. Þá hefur hún einnig verið hluti af pólska landsliðinu á síðustu árum.