Tindastóll lagði Grindavík í Smáranum í sjöttu umferð Bónus deildar kvenna.
Eftir leikinn eru bæði lið um miðja deild með þrjá sigra og þrjú töp hvort það sem af er tímabili. Gengi liðanna tveggja í síðustu umferðum þó verið nokkuð ólíkt, þar sem Grindavík hafði unnið síðustu tvo á meðan Tindastóll tapaði viðureignum sínum í fjórðu og fimmtu umferð.
Leikur dagsins fór nokkuð hægt af stað, en eftir fyrsta leikhluta voru það heimakonur í Grindavík sem leiddu, 14-9. Því forskoti halda þær þangað til um miðbygg annars fjórðungs er Tindastóll tekur stjórn á leiknum og nær að fara með tveggja stiga forskot til búningsherbergja í hálfleik, 26-28.
Í upphafi seinni hálfleiks ná Stólarnir að láta kné fylgja kviði og keyra forystu sína í 14 stig fyrir lok þriðja leikhluta, 38-52. Í þeim fjórða láta þær forskotið svo ekki af hendi, halda Grindavík í kringum 10 stigin frá sér og sigra að lokum nokkuð örugglega, 57-68.
Best í liði Tindastóls í kvöld var Randi Brown með 28 stig og 6 fráköst. Þá skilaði Oumoul Khairy Sarr Coulibaly 12 stigum og 11 fráköstum.
Fyrir heimakonur í Grindavík var Isabella Ósk Sigurðardóttir atkvæðamest með 9 stig, 14 fráköst og Hulda Björk Ólafsdóttir bætti við 13 stigum, 6 fráköstum og 3 stolnum boltum.
Næst leikur Grindavík heima í Smáranum gegn Haukum komandi þriðjudag 19. nóvember. Stólarnir fara degi seinna miðvikudag 20. nóvember til Keflavíkur þar sem þær mæta Íslandsmeisturunum.