spot_img
HomeFréttirStólarnir á skriðstillinum í gegnum sigur á lemstruðu FSu liði

Stólarnir á skriðstillinum í gegnum sigur á lemstruðu FSu liði

FSu mætti Tindastóli í lokaumferð Domino's deildar karla. Leikur sem skipti engu máli fyrir hvorugt lið þar sem Tindastóll var kominn með sæti í úrslitakeppninni og FSu fallnir niður í 1. deild.

 

FSu menn áttu aldrei vonarglætu í þessum leik þar sem Stólarnir tóku forystu strax á fyrstu mínútu og létu hana aldrei af hendi. Öruggur sigur Tindastóls í þessum leik 82-114.

 

Stólarnir nýttu tækifærið og hvíldu lykilmenn í þessum leik. Myron Dempsey spilaði 10 mínútur, eilífðarunglingurinn Darrel Lewis lék 20 og Anthony Gurley var skipað að hvíla sig af aga- og úrskurðarnefnd. Pétur Rúnar og Helgi Rafn leiddu Stólana með 24 stig hvor í leiknum.

 

Hjá lemstruðu FSu liði var Chris Woods atkvæðamestur með 26 stig og 8 fráköst. Bjarni Geir Gunnarsson bætti við 21 stigi. 

 

Myndasafn:  Jóhannes Eiríksson

 

FSu-Tindastóll 82-114 (16-34, 18-27, 25-26, 23-27)
FSu: Christopher Woods 26/8 fráköst, Bjarni Geir Gunnarsson 21, Haukur Hreinsson 9/6 stoðsendingar, Þórarinn Friðriksson 8, Arnþór Tryggvason 7/5 fráköst, Jörundur Snær Hjartarson 4, Geir Elías Úlfur Helgason 3/4 fráköst, Maciej Klimaszewski 2, Gunnar Ingi Harðarson 2/6 stoðsendingar, Hilmir Ægir Ómarsson 0, Adam Smári Ólafsson 0, Hörður Kristleifsson 0.
Tindastóll: Pétur Rúnar Birgisson 24/6 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Rafn Viggósson 24/13 fráköst, Darrel Keith Lewis 12/8 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 12/5 stoðsendingar, Viðar Ágústsson 12, Hannes Ingi Másson 9, Myron Dempsey 7, Svavar Atli Birgisson 6/4 fráköst, Ingvi Rafn Ingvarsson 6/4 fráköst, Sigurður Páll Stefánsson 2/4 fráköst, Pálmi Þórsson 0.
Dómarar:
Áhorfendur: 53

Fréttir
- Auglýsing -