Formlegur stuðningsmannaklúbbur Boston Celtics á Íslandi var stofnaður á dögunum af þeim allra hörðustu stuðningsmönnum sem liðið á hér á landi. Stofnfundurinn fór fram á Mossley í Kópavogi þar sem mættir voru um 20 stofnmeðlimir.
Samkvæmt heimildum Körfunnar hélt körfuboltagoðsögnin Einar Bollason tölu ásamt þjálfara Álftnesinga og fyrrum stjórnanda Subway körfuboltakvölds Kjartani Atla Kjartanssyni. Þá fór sjónvarpsmaðurinn Andri Már Eggertsson yfir það hvernig það var að vera á lokaleik úrslita nú í júní þegar Celtics tryggðu sér NBA meistaratitilinn eftir 16 ára eyðimerkurgöngu.
Myndir / Aðsendar