spot_img
HomeFréttirStofna körfuknattleiksdeild á Blöndósi

Stofna körfuknattleiksdeild á Blöndósi

Stofnuð hefur verið körfuknattleiksdeild innan Ungmennafélagsins Hvatar á Blöndósi. Forkólfar deildarinnar eru Lee Ann Maginnis og Guðrún Björk Elísdóttir og voru þær í viðtali í nýjasta eintakinu af Skinfaxa, blaði UMFÍ, sem kom út á dögunum.

Deildin var stofnuð september eftir talsverðan undirbúning en aðdragandann má rekja til þess að Helgi Margeirsson, þjálfari frá Körfuboltaskóla Norðurlands vestra, á Sauðárkróki, kom með körfuboltanámskeið á Blönduós. Í kjölfarið jókst áhuginn talsvert og var haft samband við Helga haustið 2019 og kannaði hvort hann gæti haldið úti reglulegum æfingum. Farið var í að safna styrkjum til að greiða laun þjálfara og dugðu þeir fram að  jólum. Áhuginn er enn til staðar og nú kemur Helgi á Blönduós tvisvar í viku

Iðkendur í körfuboltadeildinni eru 25 talsins, á aldrinum 8–16 ára. Stjórn félagsins er eingöngu skipuð konum sem eru allar mæður barna sem sótt hafa námskeiðin hjá Helga. Fastar æfingar eru tvisvar í viku, síðdegis á mánudögum og þriðjudögum. 

Hægt er að fylgjast með deildinni á Facebook-síðunni www.facebook.com/karfahvot

Fréttir
- Auglýsing -