,,Við búumst við troðfullu húsi,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson yfirþjálfari yngri flokka hjá KR en hann og fleiri góðir eru staddir í DHL-Höllinni núna og selja aðgöngumiða á oddaleik KR og Keflavíkur í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í kvöld.
,,Það er einn búinn að kaupa 12 miða á einu bretti en metið er 13,“ sagði Finnur en þegar Karfan.is hafði samband var búið að selja um 150 fullorðinsmiða og 40 barnamiða og straumurinn stöðugur af gestum.
DHL-Höllin rúmar eitthvað um 2500 manns og ætla KR-ingar að selja inn svo lengi sem plássið leyfir.
Mynd/ Frostaskjól verður þéttsetið í kvöld… þessi mynd fannst á alnetinu, óhentugt myndefni sé tekið mið af fyrirsögninni, þið fyrirgefið okkur það.
[email protected]