spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaStjörnusigur í Smáranum

Stjörnusigur í Smáranum

Grindavík tók á móti Stjörnunni í Bónus deild kvenna í kvöld, en leikið var í Smáranum.

Leikurinn var í járnum allan tímann, en Grindvíkingar höfðu eins stigs forskot í hálfleik 33-32, og þriggja stiga forskot fyrir lokafjórðunginn, 53-50. Stjörnukonur náðu hins vegar að kreista út sigur í lokafjórðungnum, lokastaðan 63-65 fyrir Garðbæinga.

Hjá Stjörnunni voru Ana Clara Paz og Denia Davis Stewart stigahæstar með 14 stig hvor, en Katarzyns Trzeciak var stigahæst Grindvíkinga með 21 stig.

Grindavík: Katarzyna Anna Trzeciak 21/6 fráköst, Þórey Tea Þorleifsdóttir 17/4 fráköst, Isabella Ósk Sigurðardóttir 15/14 fráköst, Sofie Tryggedsson Preetzmann 7/10 fráköst, Ólöf Rún Óladóttir 3, Ragnheiður Björk Einarsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Jenný Geirdal Kjartansdóttir 0, Hjörtfrídur Óðinsdóttir 0. 

Stjarnan: Ana Clara Paz 14/7 fráköst, Denia Davis- Stewart 14/18 fráköst, Diljá Ögn Lárusdóttir 12, Kolbrún María Ármannsdóttir 12/5 stoðsendingar, Elísabet Ólafsdóttir 5/5 fráköst, Ísey Ísis Guttormsdóttir Frost 4, Fanney María Freysdóttir 4, Ólöf María Bergvinsdóttir 0, Sigrún Sól Brjánsdóttir 0, Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir 0, Kristjana Mist Logadóttir 0, Heiðrún Björg Hlynsdóttir 0.

Fréttir
- Auglýsing -