Stjarnan tók á móti Hetti í Bónus-deild karla í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Hattarmenn mættu til leiks án bandarísks leikmanns, en sem kunnugt er sagði félagið upp samningi sínum við Corvosier Mccauley nýverið.
Stjörnumenn höfðu tögl og hagldir lengst af, en gestirnir að austan bitu hressilega frá sér í fjórða leikhluta. Að lokum unnu Garðbæingar þó sjö stiga sigur, 87-80, og komu sér því að nýju á topp Bónus-deildarinnar.
Stigahæstur í liði Stjörnunnar var Orri Gunnarsson með 20 stig, en í liði Hattar skoraði Adam Eiður Ásgeirsson 17 stig.
Myndasafn (væntanlegt)