spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaStjörnumenn kreistu út sigur á Egilsstöðum

Stjörnumenn kreistu út sigur á Egilsstöðum

Höttur tók á móti Stjörnunni í MVA höllinni á Egilsstöðum í kvöld, í Bónus deild karla. Liðin voru á öndverðum stað í deildinni fyrir leikinn, Stjörnumenn sátu í öðru sæti á meðan Höttur sátu í næstneðsta sæti deildarinnar.

Þrátt fyrir muninn á liðunum í töflunni þá var leikurinn hnífjafn allan tímann. Hvorugt liðið náði að slíta sig frá hinu, en svo fór að lokum að Garðbæingar höfðu þriggja stiga sigur, 83-86.

Hjá Stjörnunni var Hilmar Smári Henningsson stigahæstur með 24 stig, en hjá heimamönnum skoraði Matej Karlovic 18 stig.

Fréttir
- Auglýsing -