spot_img
HomeFréttirStjörnumáltíð í Ljónagryfjunni

Stjörnumáltíð í Ljónagryfjunni

 Njarðvíkingar fengu svo sannarlega uppreisn æru í kvöld þegar þeir loksins náðu að landa sigri í Iceland Express deildinni.  Það voru Stjörnumenn sem urðu þeim grænklæddu að bráð í 89:68 sannfærandi sigri heimamanna. 
 Nýjir leikmenn þeirra Njarðvíkinga komu eins og stormsveipur inn í liðið og hófu strax á fyrstu mínútu skothríð að körfu gestanna. Jonathan Morris 202 cm trukkur skaut lið sitt í gang og í kjölfarið fylgdi restin af liðinu. Leikstjórnandinn Nenad Tomasevic var einnig gríðarlega sterkur og augljóslega eitthvað sem liðinu hefur sárlega vantað. 
 
Í hálfleik höfðu Njarðvíkingar komið sér í þægilega tæpa 20 stiga forystu og lítið sem benti til að gestirnir ættu nokkra von á sigri.  Teitur Örlygsson brá á það ráð að skipta yfir í svæðisvörn hjá sínum mönnum og hægði það svo sannarlega á heimamönnum.  20 stiga munur heimamanna fór mest niður í 9 stig þegar best gekk hjá Stjörnunni. En Njarðvíkingar voru sterkari að lokum og kláruðu leikinn sem fyrr segir nokkuð sannfærandi. 
 
Nýjir leikmenn í Njarðvík breyta svo sannarlega þessu liði og nú er svo sannarlega allt annar bragur á liðinu.  Jonathan Morris setti niður 23 stig í þessum leik en kappinn á kannski örlítið eftir að koma sér í sitt besta form. Nenad Tomasevic er hinsvegar í feiknar formi en hann setti niður 18 stig og gaf 5 stoðsendingar. Hjá Stjörnunni var fátt um fína…en Justin Shouse var þeirra stigahæstur með 16 stig. 
Fréttir
- Auglýsing -