spot_img
HomeFréttirStjörnuliðin valin á morgun

Stjörnuliðin valin á morgun

Laugardaginn 12. desember fara fram árlegir Stjörnuleikir KKÍ en íar fara þeir fram í Dalhúsum Grafarvogi.
 
Á morgun fimmtudag munu liðin verða valin en til þess að stjórna liðunum hafa verið fengnir þjálfarar efstu tveggja liðanna í Iceland Expressdeildunum miðað við stöðuna eins og hún er núna.
 
Þjálfarar kvennaliðanna eru Benedikt Guðmundson þjálfari KR sem stjórnar Iceland Express-liðinu og Ágúst Björgvinsson úr Hamri stjórnar Shell-liðinu. Iceland Express-liði karla stjórnar Njarðvíkingurinn Sigurður Ingumundarson og Guðjón Skúlason þjálfari Keflvíkinga stjórnar Shell-liðinu.
Þjálfaranir munu velja leikmenn liðanna í beinni útsendingu á Sporttv.is á morgun fimmtudag. Valið á kvennaliðunum hefst kl. 14:00 og karlaliðunum kl. 14:30.
 
Valið fer þannig fram að þjálfararnir velja til skiptis einn leikmann í einu og svo þannig koll af kolli þangað til að liðin verða fullskipuð. Hver þjálfari fær sex mínútur í heildina fyrir valið á sínu liði, skákklukka verður á staðnum sem þjálfararnir munu notast við. Þannig að mögulega eiga þeir nægan tíma þegar kemur að því að velja síðustu leikmennina eða verða í tímahraki sem verður að teljast líklegra.
 
Það verður því skemmtilegur körfuboltadagur í Grafarvoginum laugardaginn 12.desember með tveimur Stjörnuleikjum sem og öðrum skemmtilegum körfuboltauppákomum en KKÍ hefur ákveðið að hafa frítt á leikina.
 
Við hvetjum lesendur kkí.is að fylgjast með á morgun á sporttv.is þegar þjálfararnir velja leikmennina í Stjörnuliðin.
 
www.kki.is
Fréttir
- Auglýsing -