spot_img
HomeFréttirStjörnuleikurinn fer fram í dag

Stjörnuleikurinn fer fram í dag

Stjörnuleikur KKÍ fer fram í dag en fjörið hefst kl. 14:00 í Ásgarði í Garðabæ. Nú er komið í ljós hvaða háloftafuglar taki þátt í troðslukeppninni en það munu vera Gunnar Ólafsson Fjölni, Kristófer Acox KR, Marcus Van Njaðvík og Billy Baptis frá Keflavík. Spurning hvort Garðbæingar herði nú ekki á skrúfunum við körfurnar.
 
Alla dagskrá má nálgast inni á kki.is en vitaskuld verður þriggja stiga keppnin á sínum stað og svo viðureign Icelandair liðsins gegn Domino´s liðinu en Domino´s liðið er skipað erlendum leikmönnum.
 
Þeir sem eru svo ólánssamir að eiga ekki kost á því að komast í Garðabæ geta svo stillt á sporttv.is
  
Mynd/ Sammy Zeglinski tekur þátt í þriggja stiga keppninni og þykir líklegur til afreka.
Fréttir
- Auglýsing -