15:20
{mosimage}
(Frá stjörnuleiknum í fyrra)
Stjörnuleikir KKÍ verða leiknir 19. janúar næstkomandi. Ákveðið hefur verið að leikirnir verði í Keflavík að þessu sinni.
Leikirnir verða með nokkuð breyttu sniði í ár og munum við kynna leikinn nánar á næstu dögum. Helstu breytingarnar eru eftirfarandi:
Landsliðsþjálfararnir, Sigurður Ingimundarson hjá körlunum og Ágúst Björgvinsson hjá konunum, munu kalla saman 12 manna landsliðshóp sem mun leika gegn úrvalsliði íslenskra og erlendra leikmanna. Þjálfarar úrvalsliðanna munu velja 6 erlenda leikmenn og 6 íslenska leikmenn sem munu leika gegn landsliðunum.
Ákveðið hefur verið að hvíla troðslu- og þriggjastigakeppnir í ár en varpa meira ljósi á landsliðin okkar og leikina sjálfa.
Leikirnir munu fara fram laugardaginn 19. janúar eins og áður sagði og hefst kvennaleikurinn klukkan 13:30 og karlaleikurinn klukkan 15:30.
Stefnt er að því að leikirnir verði sýndir beint á karfan.is.
Mynd: [email protected]