spot_img
HomeFréttirStjórnarmaður Blika sigraði alþjóðlega rall­keppn­i

Stjórnarmaður Blika sigraði alþjóðlega rall­keppn­i

Þessa dagana eru liðin í Dominos deildunum að ná vopnum fyrir komandi átök en deildirnar hefjast í byrjun október. Einhverjir æfingaleikir eru í gangi en annars lítið fréttnæmt af liðunum. Það er því við hæfi að flytja fréttir af fólkinu á bakvið tjöldin. 

 

Heimir Snær Jónsson varaformaður körfuknattleiksdeildar KKÍ er ansi tengdur inní körfuboltahreyfinguna en auk þess að starfa fyrir Blika er hann einnig bróðir Hannesar S. Jónssonar formanns KKÍ. Einnig er bróðir hans Halldór Gunnar Jónsson sem leikið hefur með nokkrum félögum í efstu deildum á borð við ÍA, Skallagrím, Hamar og fleiri. 

 

Á dögunum vann heimir sigur í Alþjóðlegu rallkeppninni Rally Reykjavík ásamt Baldri Arnari Hlöðverssyni. Þeir félagar aka á Subaru Imprezu en keppnin fór fram um síðustu helgi. Baldur varð um leið yngsti rallökumaðurinn til þess að vinna þessa keppni sem ökumaður. Heimir var jafnframt að sigra þessa keppni annað árið í röð sem er sú lengsta ár hvert í rallinu hér á landi.

Baldur og Heimir sem aka fyrir Bifreiðaíþróttaklúbb Reykjavíkur voru tæpum tveim mín­út­um á und­an þeim Ragnari Gröndal og Hjalta Snæ Ragnarssyni. Daníel Sigurðarson sem er margfaldur Íslandsmeistari og Erika Eva Arnarsdóttir lentu í þriðja sæti en þau voru með forustuna stóran hluta af keppninni en misstu hana á þriðju síðustu leið eftir að hafa sprengt tvö dekk. 

Alls kláruðu tíu áhafnir keppnina af fjórtán sem lögðu af stað. Síðasta rall sumarsins fer fram í lok september og þar ræðst Íslandsmótið í öllum flokkum. Heimir situr í efsta sæti á heildarstigum aðstoðarbílstjóra fyrir síðasta rallið. 

Mynd: Halldór Gunnar Af þeim Baldri og Heimi fara sprauta kampavíni eftir keppnina.

Fréttir
- Auglýsing -