spot_img
HomeBikarkeppniStjarnan VÍS bikarmeistarar í 11. flokki drengja

Stjarnan VÍS bikarmeistarar í 11. flokki drengja

Stjarnan lagði Stjörnuna b í kvöld í úrslitaleik VÍS bikars 11. flokks drengja, 101-90.

Fyrir leik

Úrslitaleikurinn hjá 11. Flokki drengja var á milli A og B liðs Stjörnunnar. Stjarnan A er skipað leikmönnum fæddum 2006 og er B liðið skipað leikmönnum fæddum 2007 sem urðu bikarmeistarar í 10. flokki drengja í gær. Stjarnan A er í fyrsta sæti í deildarkeppni 11. flokks drengja og B liðið í fjórða sæti í sömu deild.

Gangur leiks

Leikurinn byrjar jafnt, liðin skiptast á að skora og ekki að sjá mun á liðunum til að byrja með. Stjarnan A tekur þó fyrsta leikhlutan 24-21. Bæði lið að spila fína vörn aðeins vantað uppá hjá 2007 árgang að klára hreyfingarnar í sókninni með skoti sem verður að skrifast á bikarspennu. Hægt og rólega skríður árgangur 2006 framúr, eiga yngri strákarnir í basli í vörninni og eru að fá svoldið af villum undir lok fyrri hálfleiks sem endar 51-38 fyrir Stjarnan A.

Atkvæðamestir í fyrri hálfleik

2007 var Björn Skúli með 11 stig Benedikt 9 stig og 3 stoð og Atli Hrafn 7 stig og 6 stolna botla. Guðlaugur og Atli báðir komnir með 3 villur.

2006 var Viktor með 14 stig 16 fráköst og 3 varin skot. Ásmundur 13 stig. Óskar Már er eini sem er komin með 3 villur.

Seinni hálfleikur

Þriðji leikhluti byrjar af krafti hjá báðum liðum en 2007 strákarnir eru aðeins of ákáfir í vörninni þar sem þeir Guðlaugur og Atli fá strax sínar fjórðu villur og reynist það skarð fyrir skildi fyrir árgang 2007. 2006 strákarnir sína styrkleikamun og vinna leikhlutann 76-59. Þeirra besti maður Viktor sem hefur skorað 22 stig og tekið 22 fráköst var þá kominn með fjórar villur og sat lungan af þriðja leikhluta.

Fjórði leikhlutin var leikur kattarins að músinni þó svo að yngra liðið hafi sýnt flotta tilburði voru yfirburðir Stjörnunnar 2006 töluverðir og breiddin meiri, sem sást best á að hjá 2006 komu 24 stigaf bekk á móti 13 stigum hjá 2007 strákunum og leiddu þeir mest með 23 stigum í leiknum. Leikurinn endar 101-90 fyrir Stjönunni A.

Atkvæðamestir í leiknum

Maður leiksins var Viktor Jónas á tæpum 29 mínútum skilaði hann tröllatvennu 26 stig og 25 fráköst og 44 í framlag þrátt fyrir að hafa lent í villuvandræðum og villað út. Næstur honum í árgangi 2006 voru Ásmundur með 21 stig og Pétur 16 stig. Hjá árgangi 2007 var Benedikt með 27 stig, Björn 20 stig og Atli 18 stig 11 fráköst.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -