spot_img
HomeBikarkeppniStjarnan VÍS bikarmeistarar 2023 í 10. flokki drengja

Stjarnan VÍS bikarmeistarar 2023 í 10. flokki drengja

Stjarnan a lagði Stjörnuna b í kvöld í úrslitaleik 10. flokks drengja, 107-43.

Fyrir leik

Þrátt fyrir að bæði lið séu úr sama félagi eru þau í fyrsta og öðru sæti deildarkeppninnar. Stjarnan b í efsta sætinu með 18 stig, Stjarnan b í öðru sætinu með 18 stig, en fyrir aftan þau eru Haukar í því þriðja með 12 stig.

Síðasti leikur liðanna var í lok nóvember, en þá hafði Stjarnan fjögurra stiga sigur í hörku leik, 72-76.

Gangur leiks

Óhætt er að segja að Stjarnan a hafi haft góð tök á leiknum á upphafsmínútunum. Eru snöggir að koma sér vel framúr og leiða með 29 stigum eftir fyrsta leikhluta, 35-6. B liðið nær svo aðeins áttum í öðrum leikhlutanum, en munurinn er samt er 34 stiga munur þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 56-22. A liðið betri á öllum sviðum körfuboltans í þessum fyrri hálfleik, með 37 fráköst gegn 20, 44% skotnýtingu gegn 26% og 11 stoðsendingar gegn aðeins 2.

Stigahæstur fyrir a liðið í fyrri hálfleiknum var Björn Skúli Birnisson með 15 stig á meðan að Steingrímur Már Einarsson og Sigurbjörn Víðir Karlsson voru hvor um sig komnir með 6 stig fyrir b liðið.

A lið Stjörnunnar gerir svo endanlega útum leikinn í upphafi seinni hálfleiksins. Halda áfram að keyra yfir æfingafélaga sína úr Garðabænum og eru 68 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 90-32. Eftirleikurinn fyrir a liðið nokkuð auðveldur, en að lokum tryggðu þeir sér VÍS bikarinn 2023 með

Atkvæðamestir

Fyrir a lið Stjörnunnar var Benedikt Björgvinsson atkvæðamestur með 26 stig, 12 fráköst og 4 stoðsendingar. Þá bætti Björn Skúli Birnisson við 17 stigum og 8 fráköstum.

Fyrir b liðið voru Þorsteinn Breki Pálsson með 11 stig, 6 fráköst og Steingrímur Már Einarsson með 10 stig og 8 fráköst.

Tölfræði leiks

Myndasafn (Hafsteinn Snær)

Fréttir
- Auglýsing -