Valur og Stjarnan mættust í Origo höllinni að Hliðarenda í kvöld, leikurinn byrjaði af krafti og bæði lið mætt til þess að berjast fyrir sigri. Valur byrjaði leikinn sterkt, þær komu sér að körfunni og spiluðu frábæra vörn.
Stjarnan átti engin svör við vörn Valsara, þær skoruðu sín fyrstu stig um miðjan fyrsta leikhluta með skrautlegri fléttu í boði Bríetar. Má segja að Stjarnan hafi verið skrefi á eftir Val sem sést helst á villunum sjö sem Valur sótti eingöngu í fyrsta leikhlutanum. Vörn Valsara byggðist á því að dekka Danielle (Dani), þær voru tvær ef ekki þrjár að dekka Dani í einu. Sem þýddi að þær voru að gefa opin þriggja stiga skot.
Stjarnan mátti gera betur að setja þau opnu skot ofan í en þær settu eingöngu 5 af 32 þriggja stiga skotum sem þær tóku. Það vantaði algjörlega sjálfstraust og öryggið í þriggja stiga skot Stjörnunnar í kvöld.
Þrátt fyrir efasemd í skotum Stjörnunar vantaði ekkert upp á baráttuna, þær voru að kasta sér á eftir boltum og í mikilli baráttu um fráköst þó svo að Valur hafi verið sterkari þar. Simona gerði vel í teigi Valsara hvort sem það var að hirða fráköst, stíga út og búa til pláss fyrir næsta mann að rífa boltann eða spila frábæra sókn. Það fór ekki endilega mikið fyrir Simona á vellinum en hún sýndi góðar hreyfingar undir körfunni og skilaði þar með 11 stigum og 13 fráköstum.
Stjarnan komst í fyrsta sinn yfir í leiknum um miðjan annan leikhluta þegar að Dani setti þrjú af þremur vítaskotum sínum eftir klaufalegt brot Dagbjartar Sam. Hins vegar má hrósa Dagbjörtu Sam fyrir góðan talanda og leiðtoga hæfni í vörn Vals. Hún var stöðugt að ræða við liðsfélaga sína, láta vita af sér og næsta manni, það er ómetanlegt að hafa svona leikmann með sér í vörninni.
Þriðji leikhlutinn einkenndist af miklu hraða, það virkaði vel fyrir Valsara á köflum en mistök í sóknarleik beggja liða voru eftirtektar meiri en það sem vel fór. Valur keyrði vel upp hraðann en um leið hægðu á sókn sinni þegar á þurfti að halda. Aftur á móti átti Stjarna í meiri erfiðleikum að finna þetta jafnvægi í hraða leiksins. Stjarnan hefði mátt gera betur í hraðaupphlaupum og keyra að körfunni í stað þess að hægja á og gefa Völsurum tækifæri á að finna sig í vörninni. Mikill spenna var í leiknum í þriðja leikhluta og voru lykilleikmenn beggja liða voru ólíkir sjálfum sér. Leikmenn voru ekki að setja skotin sín né sniðskot, hvort sem að þær voru opnar eða með varnarmann í sér.
Undir lok þriðja leikhluta fóru Valsarar að finna hvor aðra betur á vellinum og virtist allt líta út fyrir það að Valskonur myndu setja í flug gírinn og stinga Stjörnuna af. Þar til á loka sekúndunum þegar að Dani skellir niður risa stórum þrist um leið og tíminn rennur út, klárt mál að þetta skot heldur Stjörnunni inn í leiknum. Það fór mikið fyrir Alexöndru Evu í fyrri hluta fjórða leikhlutans, þessi unga og efnilega stúlka er hreinlega mögnuð. Hún steig upp fyrir Stjörnuna þegar að þær þurftu á henni að halda, hún spilaði ekki eingöngu heljarinnar vörn heldur var hún alltaf mætt til þess að rífa hvert frákastið á eftir öðru. Það verður spennandi að fá að fylgjast með henni dafna í vetur, og á komandi árum.
Leikurinn var óvenju jafn ef miða á við það hversu hart Stjarnan þurfti að vinna fyrir hverri körfu. Líkt og fyrr í leiknum var Stjarnan að treysta á þriggja stiga körfurnar sínar sem voru því miður ekki að detta með þeim. Annað en hjá Hallveigu þegar að mest á þurfti, hún setti niður eina slíka körfu þegar sex mínútur lifðu af leiknum og kom Val níu stigum yfir.
Það var einmitt eftir þessa körfu hjá Hallveigu þar sem að skjálfti virtist koma yfir Valsara og gekk þeim illa að finna sig á vellinum þar eftir. Stjarnan notfærði sér það tækifæri vel og saxaði á forskot Valskvenna. Bríet var þar fremst í flokki og setti niður þrjár stórar körfur fyrir Stjörnuna sem kveikti í enn meiri baráttu hjá sínum liðsfélögum. Það var einmitt síðasta karfa Bríetar sem kemur Stjörnunni einu stigi yfir.
Liðin skoruðu til skiptist næstu fjórar körfur, og var því Stjarnan einu stigi yfir þegar að aðeins 19 sekúndur voru eftir af leiknum. Valur tekur þá leikhlé og fær innkast á sóknar helmingi, þær koma boltanum í leik og spila á milli sín í góðar tíu sekúndur áður en Jóhanna brýtur klaufalega á Bergþóru. Bergþóra átti því góðan möguleika að klára leikinn fyrir Valsara, en svo fór ekki. Bergþóra misnotaði bæði vítaskotin sín, og baráttan um frákastið var því upp á líf og dauða. Boltinn endar að lokum í höndum Stjörnukvenna sem taka með sér baráttu sigur í þessum leik.
Viðtal:
Umfjöllun: Regína Ösp Guðmundsdóttir