Stjarnan lagði Hauka í Umhyggjuhöllinni í dag í fjórða leik einvígis liðanna í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna, 73-64. Með sigrinum náði Stjarnan að tryggja sér oddaleik 2-2, en hann fer fram komandi miðvikudag 24. apríl í Ólafssal í Hafnarfirði.
Það voru gestirnir úr Hafnarfirði sem hófu leik dagsins betur og leiddu með 8 stigum eftir fyrsta fjórðung, 14-22. Enn bæta þær svo í undir lok hálfleiksins og eru komnar með þægilega 13 stiga forystu þegar liðin halda til búningsherbergja, 26-39.
Haukar halda svo í forystuna vel inn í seinni hálfleikinn og eru enn 12 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 44-56. Í þeim fjórða ná heimakonur svo algjörlega að snúa taflinu sér í vil. Vinna niður forskotið ná yfirhöndinni á lokamínútum leiksins. Niðurstaðan að lokum var nokkuð öruggur sigur Stjörnunnar, 73-64.
Atkvæðamestar fyrir Stjörnuna í leiknum voru Denia Davis-Stewart með 24 stig, 18 fráköst og Kolbrún María Ármannsdóttir með 22 stig og 5 fráköst.
Fyrir Hauka var það Keira Robinson sem dró vagninn með 18 stigum og 14 fráköstum. Henni næst var Tinna Guðrún Alexandersdóttir með 18 stig, 3 fráköst og 4 stoðsendingar.
Myndasafn (væntanlegt)