Njarðvík tók á móti Stjörninni innan sprengjusvæðis í Njarðtaksgryfjunni í kvöld. Bæði lið hafa verið að spila undir væntingum og því ljóst að það yrði sprenging bæði innan hús sem utan í kvöld.
Njarðvíkingar sem voru að fá nýjan leikmann, Kyle Steven Williams byrjuðu leikinn betur gegn Stjörnunni sem er enn með Hlyn meiddan. Gestirnir voru þó fljótir að koma sér inn í leikinn og leiddu eftir fyrsta leikhluta 18 – 24.
Stjarnan var mun meira sannfærandi en Njarðvík fyrstu mínúturnar og komu sér 14 stigum yfir eftir að um þrjár mínútur voru liðnar af öðrum leikhluta. Njarðvíkingum gekk illa að ná niður þeim mun niður og varð lítið ágengt gegn ferksum gestunum. Staðan í hálfleik 32 – 47.
Það var lítið að frétta í þriðja leikhluta, Stjarnan hélt vel á spilunum, heyptiu Njarðvíkingum aldrei af stað og náðu að bæta ögn í. Staðan fyrir fjórða leikhluta 46 – 63.
Það mátti loks greina eitthvað lífsmark hjá heimamönnum þegar þeim tókst að koma forystu gestanna niður í 6 stig á fyrstu rúmu þrem mínútum fjórða leikhluta. Ekki aðeins var sóknin að ganga betur hjá Njarðvíkingum heldur var vörnin að standa sig mun betur. En gestirnir voru ekki að baki dottnir og komust af stað. Náðu sér vel á strik um miðbik leikhlutans og voru 11 stigum yfir þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum. Lokamínútan varð æsispennandi þar sem Njarðvík komust tvívegis 3 stigum frá Stjörnunni, settu svo þrist þegar 4 sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma og jöfnuðu 76 – 76. Það stefndi allt í framlengingu þegar Stjörnumenn unnu leikinn með stórglæsilegri flautukjörfu frá Nikolas Tomsick. Lokatölur 76 – 78.
Byrjunarlið:
Njarðvík: Kristinn Pálsson, Jón Arnór Sverrisson, Maciek Baginski, Mario Matasovic og Wayne Ernest Martin Jr.
Stjarnan: Kyle Johnson, Nikolas Tomsick, Ægir Þór Steinarsson, Tómas Þórður Hilmarsson og Jamar Bala Akoh.
Hetjan:
Mario Matasovic var eini maðurinn með alvöru lífsmark hjá heimamönnum, 21 stig og 14 fráköst. Hjá gestunum var Tómas Þórður Hlinsson langbestur. Hann setti 19 stig og reif niður 18 fráköst.
Kjarninn:
Stjarnan vann góðan og sanngjarnan sigur í kvöld. Þetta var nákvæmlega framistaðan sem þeir þurftu að sýna og verður þeim gott veganesti í næstu leiki. Njarðvíkingar sem eru ný búnir að reka og ráða leikmann þurfa svo sem ekki að örvænta enn. Þeir geta huggað sig við það að komast inn í vonlausan leik og gera hann spennandi. Það er þó nokkuð ljóst að það er ekki vinsælt í Njarðvík að tapa fjórum leikjum í röð!
Viðtöl: