Stjarnan lagði heimamenn í Tindastóli eftir framlengdan leik í Síkinu í kvöld í 6. umferð Subway deildar karla, 78-84. Eftir leikinn eru liðin jöfn að stigum í deildinni, hvort um sig með fjóra sigra og tvö töp það sem af er tímabili.
Stjarnan kemur inn í leikinn á góðu róli og búnir að vinna þrjá leiki í röð fyrir þennan og stemminginn góð í Garðabænum. Síðustu leikir hafa verið skrítnir hjá Stólunum þar sem það er mikið um meiðsli í herbúðum þeirra en unnu þeir samt síðasta leik örugglega á móti Breiðablik. Fyrir leikin voru þeirr jafnir Þór Þorlákshöfn með 8 stig í fyrsta og öðru sæti.
Gangur leiks
Stólar byrjuðu leikinn mjög vel og komust í fína forystu snemma í leiknum með að spila þétta vörn. Stjarnan áttu svo sirka 2 mínútur þar sem þeir voru betri og minkuðu forystuna, en Stólarnir áttu síðasta áhlaupið í leikhlutnaum og var staðan að lok fyrsta leikhluta 22 – 17.
Annar leikhlutinn var jafn og varnir báða liða voru góðar, þegar það var langt liðið að öðru leikhluta fór sóknarleikur Stólana aðeins að stirna og voru sóknirnar langar og fóru þeir að taka erfið skot, staðan í hálfleik var 32 – 40. ,
Það færðist mikil hiti í leikinn í þriðja leikhluta og voru harðar varnir báðum megin. Stjörnumenn leiddu eftir þrijða leikhluta, staðan þá var 53 – 56
Það var allt hnífjafnt loka mínúturnar, sóknaleikur báða liða leit ekkert rosalega vel út enda voru bæði lið að spila frábæra vörn. Síðasta sókninn var Stólana og endaði hún með frekar opnu skoti fyrir Drungilas sem datt ekk niður sem þýddi að leikurinn var á leið í framlengingu, staðan í lok 4 leikhuta 70 – 70.
Garðbæingar byrjuðu framlenginguna miklu betur og eftir tvær mínútur var staðan 0 – 6 stjörnumönnum í vil. Stjörnumenn héldu áfram að leiða en samt leið manni eins og þeir væru að gefa Stólunum séns á að komast aftur inn í þetta en þeir voru ekk að hitta opnum skotum og óþarfa mistök báðum megin á vellinum.
Atkvæðamestir
Þórir Þorbjarnasson var en og aftur með þrefalda þrennu, 26 stig, 14 fráköst og 10 stoðsendingar, hreint út sagt frábær. Næstur honum í stigaskori frá heimaliðinu var Callum Lawson með 20 stig.
Fyrir gestina var James Elsor frábær með 34 stig, næstur á eftir honum var Júlíus Ágústsson með 13 stig og var hann frábær í framlengingunni.
Kjarninn
Varnarleikurinn var frábær hjá báðum liðum að mestu leiti, sóknirnar voru langar hjá báðum liðum en samt fannst manni vera mikil hraði í leiknum. Stólarnir byrjuðu rosa hægt í framlengingunni og var það sem að kláraði leikinn. Með þessum sigri jafna Stjörnu menn Stólana að stigum, bæði lið með 8 stig.
Hvað svo?
Í næsta leik fara Tindastóll í ljónagryfjuna og spila við Njarðvík meðan Stjörnumenn taka á móti Haukum í spennandi leik.
Myndasafn (væntanlegt)