Karlalið Stjörnunnar í körfubolta hefur gengið frá samningi við Bandaríkjamanninn 27 ára Jarrid Frye. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild Vísis. „Þetta er loksins orðið fullmannað hjá okkur,” sagði Teitur ánægður með liðstsyrkinn.
„Okkur líst vel á hann. Hann er tvistur eða þristur, 195 sentimetrar á hæð og var kosinn varnarmaður ársins í Makedóníu í fyrra,” sagði Teitur sem telur vörnina líklega hafa verið Akkílesarhæl Stjörnuliðsins í vetur.
„Við vorum með Keith (Cothran) í fyrra sem var frábær varnarmaður. Við vildum fá svoleiðis týpu og þessi getur kannski líka skorað meira en Keith,” sagði Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson.