Kolbrún María Ármannsdóttir hefur skrifað undir tveggja og hálfs árs samning við Stjörnuna.
Þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul leikur Kolbrún lykilhlutverk í sterku liði félagsins í Subway deildinni, en þær sitja sem stendur í þriðja sætinu og er hún næst stigahæst íslenskra leikmanna í deildinni að meðaltali með 17 stig í leik.
![](https://www.karfan.is/wp-content/uploads/2024/01/419289824_931065611867248_477031083046450222_n-1024x1024.jpg)
Mynd / Stjarnan FB – Einar Karl fomaður meistaraflokksráðs kvenna og Kolbrún María