spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaStjarnan og Álftanes efla samstarf sitt

Stjarnan og Álftanes efla samstarf sitt

Körfuknattleiksdeildir Stjörnunnar og Álftaness hafa undanfarnar vikur undirbúið og útfært aukið samstarf milli félaganna sem mun taka gildi á næsta leiktímabili.

Mikil gagnkvæm ánægja var á milli félaganna á síðustu leiktíð og því ákveðið efla það enn frekar. Félögin munu skrá sameiginlegan unglingaflokk til leiks auk þess sem lið Álftaness í 1. deild og Stjarnan munu nýta sér venslasamninga sín á milli. 

Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að félögin geta boðið ungum leikmönnum vettvang við sitt hæfi til að njóta sín hvort sem það er í Dominos deild, 1. deild eða í sterkum unglingaflokki. Arnar Guðjónsson og Hrafn Kristjánsson munu hafa yfirumsjón með samstarfinu ásamt sínum aðstoðarþjálfurum.

Hilmar Júlíusson formaður kkd Stjörnunnar segir að um tímamótasamkomulag sé að ræða. Nú þegar fjöldi ungra og efnilegra leikmanna eru að koma upp í gegnum yngriflokka starfið gjörbreyti þetta þeim möguleikum sem þeir hafa til að vaxa og dafna sem leikmenn áður en alvaran hefst í efstu deild. Eins gæti þetta samstarf verið eitthvað sem efnilegir leikmenn af landsbyggðinni sem eru að koma í skóla í bænum gætu horft til.

Huginn Freyr Þorsteinsson formaður körfuknattleiksdeildar Álftanes segir að samstarf Álftaness og Stjörnunnar muni efla körfuboltann í Garðabæ verulega: „Markmiðið er að styrkja yngri flokka starfið og þannig leggja góðan grunn að framtíðinni. Þá verður líka fyrsta flokks aðstaða til iðkunar körfubolta þar sem endurbætur á íþróttahúsinu á Álftanesi klárast í sumar. Við viljum bjóða leikmönnum upp á framúrskarandi aðstöðu sem og eflist starfið verulega við það að Álftanes og Stjarnan leggja saman krafta sína“.

Fréttir
- Auglýsing -