Stjarnan heimsótti Fjölni í Dalhús í kvöld í leik liðanna í Lengjubikar karla. Stjörnumenn voru snarpir af stað en drengirnir úr Grafarvogi voru aldrei langt undan. Góður spettur heimamanna í 2. hluta kom þeim aðeins 4 stigum frá Stjörnunni í hálfleik en gestirnir höfðu haft yfirhöndina framan af.
Í seinni hálfleik var hins vegar ekki aftur snúið. Stjarnan setti í háa drifið og negldi niður 63 stigum á seinni 20 mínútum leiksins. Fór svo að Stjarnan sigraði öruggt með 18 stiga mun, 91-109.
Justin Shouse var stigahæstur Stjörnunnar með 26 stig en Al'onzo Coleman fylgi þar á eftir með 22 stig og 8 fráköst. Hjá heimamönnum var það Collin Pryor sem var stigahæstur með 27 stig.
Mynd: Al'onzo Coleman treður með tilþrifum í leik Stjörnunnar og Fjölnis í Dalhúsum í kvöld. (HT)