spot_img
HomeFréttirStjarnan mætir Grindavík í Höllinni

Stjarnan mætir Grindavík í Höllinni

Teitur Örlygsson var ekkert að fara með fleipur þegar hann sagði að lið hans liði vel í Hólminum.  Hans menn sýndu það í verki með því að taka 21 stiga sigur gegn Snæfell og um leið tryggja sig í úrslitaleikinn í Höllinni gegn Grindavík.  Við bíðum frekari fregna um leikinn frá okkar manni í Hólminum, Símon Le Bon.
 
Snæfell-Stjarnan 71-92 (25-33, 13-21, 20-18, 13-20)

Snæfell: Jay Threatt 16/6 fráköst/9 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 12/5 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 10, Asim McQueen 9/8 fráköst/3 varin skot, Sveinn Arnar Davíðsson 9, Ólafur Torfason 7, Jón Ólafur Jónsson 6/4 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 2, Kristinn Einar Guðmundsson 0, Óttar Sigurðsson 0, Stefán Karel Torfason 0, Jóhann Kristófer Sævarsson 0.

Stjarnan: Jarrid Frye 21/4 fráköst, Justin Shouse 14/7 fráköst/8 stoðsendingar, Brian Mills 14/11 fráköst, Marvin Valdimarsson 13/8 fráköst, Jovan Zdravevski 13, Fannar Freyr Helgason 13/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 3, Sæmundur Valdimarsson 1, Dagur Kár Jónsson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0.

Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Runar Birgir Gislason 

Fréttir
- Auglýsing -