spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaStjarnan lagði Tindastól örugglega í MGH

Stjarnan lagði Tindastól örugglega í MGH

Stjarnan og Tindastóll mættust í Mathús Garðabæjarhöllinni kl. 16 í dag. Fyrir leikinn var Stjarnan í 9. sæti með einn sigurleik í fjórum leikjum en Tindastóll í 5. sæti með tvo sigurleiki í fjórum leikjum.

Gangur leiks

Leikurinn fór hægt af stað og mikið um mistök en Stjarnan skrefinu á undan. Staðan eftir fyrsta leikhluta 16-10 fyrir Stjörnuna. Stjarnan komu grimmari til leiks í öðrum leikhluta. Bæði hertu þær varnarleikinn og flæðið í sókninni betra. Tindastólsmegin var Madison allt í öllu þar sem Stjörnunni gekk illa að halda i við hraða hennar í kringum körfuna og hélt hún Stólunum á lífi framan af leikhlutanum. Stjarnan var að fá framlag frá fleiri leikmönnum þar sem Myia og Diljá fóru fyrir sínu liði. Leikurinn jafnaðist rétt fyrir hálfleik þar sem Stólarnir fengu framlag frá fleirum en Hera setti tvo fallega þrista í lok hálfleiksins. Stjarnan leiddi í hálfleik 37-34.


Síðari hálfleikur hófst við það sama þar sem liðinn skiptust á að skora. Stjarnan var þó með undirtökin en Stólarnir aldrei langt undan. Staðan 57-51 að þriðja leikhluta loknum Stjörnunni í vil. Stjarnan byrjaði fjórða leikhluta af krafti komust 62-51 yfir eftir tvær fyrstu sóknir sínar og stemmningin öll Stjörnumegin. Stjarnan klárar svo leikinn nokkuð örugglega þar sem Dilja fór fyrir sínu liði. Frábær leikmaður þar á ferð. Lokatölur 84-63.

Kjarninn


Stjarnan spilaði betur en Tindastóll í dag og vóg varnarleikurinn þyngst þar en Tindastóll var með 22 tapaða bolta gegn 10 töpuðum boltum Stjörnunnar.

Atkvæðamestar

Eins og áður sagði var Dilja frábær í liði Stjörnunnar en ekki er hægt að líta framhjá þætti Myiu sem stjórnaði leik síns liðs eins og herforingi. Hera átti einnig góðan dag og skilaði 16 „hljóðlátum“ stigum. Í liði Tindastóls var Madison langbest og hélt þeim inn í leiknum þar til leiðir skildu í fjórða leikhluta.

Hvað svo?

Stjarnan á leik næst gegn Hamar/Þór og Tindastóll mætir Fjölni B

Tölfræði leiks

Myndasafn (Hafsteinn Snær)

Umfjöllun, viðtöl / Árni Rúnar

Fréttir
- Auglýsing -