Í þriðja leik dagsins hafði Stjarnan betur gegn Grindavík í Umhyggjuhöllinni, 91-90 . Með sigrinum færist Stjarnan upp í 8. sæti deildarinnar á meðan að 10 leikja sigurganga Grindavíkur er á enda, en þeir eru eftir leikinn í 4. sæti deildarinnar.
Gangur leiks
Þetta byrjar mjög jafnt og bæði lið keyra á körfuna, en Grindavík tekur 10-0 kafla og eru yfir 16-20 þegar það eru rúmar þrjár mínutur eftir af fyrsta leikhluta. Fyrsti leikhluti endar 23-24 fyrir Grindavíki. Annaleikhluti rúllar af stað og er bara mjög jafn eins og fyrsti leikhlutinn. Og fyrri hálfleikur endar 48-49 fyrir Grindavík og þetta er nýjafnt
Stigahæstur stjörnumanna inni í hálfleik er Kevin Kone með 10 stig, á meðan Óli Óla er með 12 stig hjá Grindvíkingum.
Í byrjun þriðja leikhluta byrja Grindvíkingar óheppnir að Kane fær sínu fjórðu villu þegar það eru rúmar sjö og hálf mínútur. En þriðji leikhlutinn vara bara frekar jafn en Grindvíkingar voru byrjaðir að komast yfir, en síðan komu stjörnu menn svoldið tilbaka og leiðir inn í fjörða leikhluta með einu stigi 69-68. Fjórði leikhluti byrjar og svaka jafn en þegar eru rúmar fjórar og hálf eftir þá er Stjarnan að leiða með 6 stigum 86-80. Grindvíkingar ná þessu í 1 stig þegar það eru þrjár mínutur eftir af leiknum, þegar það eru einn mínúta og fimmtán sekúndur eftir þá kemur Basile með stemnings sniðskot. En þetta endar svakalega og endar 91-90 fyrir Stjörnunni.
Atkvæðismestir
Í liði Stjörnunar var það Júlíus Orri með 19 stig, 2 fráköst og 3 stoðsendingar. Í liði Grindvíkinga var það Basile með 21 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar.
Hvað svo?
Bæði lið eiga leik næst komandi fimmtudag 4. apríl, en þá fá Stjörnumenn Breiðablik í heimsókn í Umhyggjuhöllina, en Grindvíkingar fara í Ólafsal og mæta Haukum.