spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaStjarnan jafnaði metin gegn Keflavík

Stjarnan jafnaði metin gegn Keflavík

Stjarnan fékk Keflavík í heimsókn til sín í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subwaydeildar kvenna. Fyrri leikinn hafði Keflavík unnið nokkuð þægilega í Keflavík og því mikið og gott verk að vinna fyrir Stjörnustelpur ef þær ætluðu að skáka Keflavík.

Mikið jafnræði var með liðunum í byrjun leiks og náðu Stjarnan að búa til smá forskot nokkru sinnum sem Keflavík voru fljótar að jafna. Mjög gott varnar plan hjá Arnari Guðjónssyni þjálfara var mjög gott og ekki mikið af auðveldum körfum í boði fyrir Keflavík.

Í öðrum leikhluta var svipað uppá teningum. Bæði lið annaðhvort skiptust á körfum eða stoppum og þar af leiðandi á forystu. Eftir sem því leið á kom alltaf meiri og meiri harka í leikinn og hvorugt lið að gefa merki um að koma með alvöru áhlaup og stinga af. Staðan í Hálfleik: 47-42

Stjarnan byrjaði seinni hálfleik miklu betur og tvöfolduð forystu sína. Keflavík gekk bara ill að setja boltan í körfuna og fóru að þröngva pínu upp erfiðum skotum inn á milli meðan Stjarnan fékk annaðhvort opið sniðskot eða opin þrist hinu megin. Ofan á þetta þa færði enn meiri harka í leikinn sem gerði báðum liðum enn meira erfitt fyrir að skora auðveld sniðskot en gerðu þó vel að koma sér á línuna. 

Í fjórða leikhluta voru Keflavík betri og tókst að komast yfir þegar 6:30 voru eftir af leiknum. En Stjarnan hleypti þeim ekki langt frá sér. Þegar tvær mínutur voru eftir var aðeins 3 stiga munur og bara sðurning hvort liðið væri tilbúið að vinna leikinn. Bæði lið héldu áfram að skiptast á körfum og þegar 11 sekúndur voru eftir af leiknum fékk Ísold Sævarsdóttir 2 skot í stöðunni 81-82. Hún setti bæði af miklu öryggi og kom sínum stelpum yfir. Hinu meginn fékk Elisa Pinzan opin þrist sem hún setti ekki niður og hinu megin fer Kolbrún Örmannsdóttir á línunna og klárar leikinn. Lokatölur 85 – 82

Hver var munurinn? 

Vörnin hjá Stjörnunni var heilt yfir mjög góð og ofan á það gekk Keflavík illa að koma boltanum í körfuna á köflum. Lítið framlag frá Daniellu Wallen gerði þetta ennþá erfiðara fyrir Keflavík en Stjörnu megin voru stæstu hestarnir með gott framlag.

Atkvæðamestar

Stjörnumegin var það hún ísold Sævarsdóttir sem dró vagninn með 25 stig 6 fráköst og 8 stoðsendingar og 2 víti til að koma Stjörnunni yfir í lokinn. Einnig var Kolbrún með mjög góðan leik með 19 stig. 

Keflavíkurmegin var Birna Benónýsdóttir sem bar af með 21 stig. 

Hvað svo? 

Leikur 3 er á sunnudaginn á sunnubrautinni og má búast við hörkuleik og vonandi áframhaldi af þessum leik. Mikilli hörku og stemmingu.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -