spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaStjarnan jafnaði metin gegn Haukum

Stjarnan jafnaði metin gegn Haukum

Stjarnan hafði betur gegn Haukum í Umhyggjuhöllinni í kvöld í átta liða úrslitum Subway deildar kvenna, 79-70.

Staðan í einvíginu er því jöfn 1-1, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig áfram í undanúrslitin.

Heimakonur í Stjörnunni leiddu leik kvöldsins í fyrri hálfleiknum. Mest voru það 22 stig, en þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var munurinn 19 stig, 42-23. Lítið virtist breytast í upphafi seinni hálfleiksins þar sem Stjarnan er í kringum 20 stigum yfir langt inn í þriðja leikhlutann. Undir loka hans ná Haukar þó áhlaupi og er munurinn aðeins 10 stig fyrir lokaleikhlutann, 53-63. Undir lokin gerir Stjarnan vel að verjast frekara áhlaupi Hauka og sigra þær leikinn að lokum með 9 stigum, 79-70.

Atkvæðamest heimakvenna í leiknum var Denia Davis-Stewart með 20 stig og 13 fráköst. Þá var Kolbrún María Ármannsdóttir með 17 stig og 3 fráköst.

Fyrir Hauka var það Keira Robinson sem dró vagninn með 28 stigum og 8 fráköstum.

Þriðji leikur einvígis liðanna er á dagskrá komandi miðvikudag 17. apríl.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -