spot_img
HomeFréttirStjarnan Íslandsmeistari með gull og silfur í 7. flokki drengja

Stjarnan Íslandsmeistari með gull og silfur í 7. flokki drengja

S

Í lokaumferð A riðils Íslandsmóts 7. flokks drengja sem fram fór í Garðabæ síðustu helgi náði Stjarnan þeim frábæra árangri að ná bæði Íslandsmeistaratitli og silfurverðlaunum. Eftir harða keppni við Hauka, KR og Ármann endaði A lið Stjörnunnar í fyrsta sæti og varð Íslandsmeistari og B liðið í öðru sæti.

Sagnfræðingar Körfunnar hafa ekki fundið drengjalið sem hefur náð efstu tveimur sætum í Íslandsmóti. Heimildir herma að 1999 árgangur KR hafi eitt sinn verið nálægt því en 1993 árgangur Keflavíkurstúlkna ruddi þessa braut fyrir einhverjum árum síðan og það oftar en einu sinni.

Stjarnan hefur verið sigursæl í þessum árgangi drengja fædda 2006 en liðið varð einnig Íslandsmeistari í fyrra í minni bolta 11 ára síðasta vor og náði þar þeim árangri að ná fjórum liðum í A riðil í einni umferð. Í flokknum eru vel á fjórða tug drengja en Stjarnan sendi fjögur lið til leiks í Íslandsmótinu í vetur, fleiri lið en nokkurt annað.


“Við erum svakaleg stolt af árangri strákanna sem æfðu allir af miklu kappi í vetur og tóku miklum framförum. Frábært að geta skrifað þessar línur í sögu ungrar körfuboltadeildar í Stjörnunnar á 25 ára afmælisári félagsins. Strákarnir eiga bjarta framtíð fyrir sér og það er frábært að þjálfa þessa stráka.”
-Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari 7. flokks Stjörnunnar

Fréttir
- Auglýsing -