Stjarnan varð í dag Íslandsmeistari í 9. flokki drengja eftir sigur gegn Haukum í úrslitaleik. Lengi framan af var úrslitaleikurinn jafn, en aðeins munaði 7 stigum á liðunum í hálfleik, 48-41. Í þeim seinni náði Stjarnan svo að byggja enn frekar á forskot sitt og sigra að lum með 21 stigi, 85-64.
Maður leiksins var valinn Ásmundur Múli Ásmundsson, en hann skilaði 16 stigum, 13 fráköstum og 4 stoðsendingum. Þá bætti liðsfélagi hans Guðlaugur Breki Sigurgeirsson við 18 stigum, 12 fráköstum og 5 stoðsendingum.
Í silfurliði Hauka var Orri Þrastarson atkvæðamestur með 17 stig og 6 fráköst og við bættu Reynir Hlynsson 14 stigum og Teitur Árni Sigurðarson 13 stigum.
Myndir / KKÍ