spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaStjarnan hóf leik í B riðil með öruggum sigri

Stjarnan hóf leik í B riðil með öruggum sigri

Stjarnan lagði Grindavík í kvöld í 19. umferð Bónus deildar kvenna, en leikurinn var sá fyrsti sem liðin leika í neðri hluta deildarinnar eftir að henni var skipt.

Eftir leikinn er Stjarnan í 2. sæti B riðils með 16 stig á meðan Grindavík er sæti neðar í 3. sæti riðilsins með 12 stig.

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn í upphafi, en að fyrsta fjórðung loknum leiddu gestirnir úr Grindavík með tveimur stigum, 22-24. Undir lok hálfleiksins nær Grindavík áfram að vera skrefinu á undan og ná mest átta stiga forystu í öðrum leikhlutanum. Stjarnan nær þó nánast að loka gatinu áður en liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 40-41.

Í upphafi seinni hálfleiksins nær Stjarnan að halda áfram þar sem frá var horfið í fyrri hálfleiknum og byggja þær sér upp gott forskot með frábærum 20-7 þriðja fjórðung, 60-48. Þessu nær Grindavík illa að svara í lokaleikhlutanum og að lokum vinna heimakonur leikinn með 13 stigum, 77-64.

Atkvæðamestar fyrir Stjörnuna í leiknum voru Denia Davis Stewart með 18 stig, 15 fráköst og Katarzyna Anna Trzeciak með 21 stig, 8 fráköst og 3 stoðsendingar.

Fyrir Grindavík var Isabella Ósk Sigurðardóttir atkvæðamest með 16 stig, 8 fráköst og 3 varin skot. Henni næst var Daisha Bradford með 6 stig, 7 fráköst og 10 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -