Stjarnan lagði Íslandsmeistara Tindastóls í dag í æfingaleik í Varmá í Mosfellsbæ.
Stjarnan var með tögl og haldir í upphafi og leiddu með 18 stigum þegar liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik. Íslandsmeistararnir áttu þó nokkuð betri seinni hálfleik, þar sem þeir þó náðu ekki að vinna forskotið alveg niður og fór svo að lokum að Stjarnan vann með 5 stigum, 74-69.
Atkvæðamestur fyrir Stjörnuna var Antti Kanervo með 17 stig og 6 frákösr. Honum næstur var Kevin Kone með 15 stig og 5 fráköst. Fyrir Tindastól var það Þórir Guðmundur Þorbjarnarson sem dró vagninn með 13 stigum, 7 fráköstum.
Ert þú með fréttir af æfingaleik? Endilega sendið tölfræðiskýrslu eða myndir á [email protected].